„Faðir tiramisu“ er látinn

Eftirrétturinn vinsæli tiramisu.
Eftirrétturinn vinsæli tiramisu. Ljósmynd/Colourbox

Veitingamaðurinn Ado Campeol, sem hefur verið kallaður „faðir tiramisu“  af ítölskum fjölmiðlum er látinn, 93 ára gamall.

Campeol var eigandi veitingastaðarins Alle Beccherie í norðurhluta Ítalíu þar sem þessi frægi eftirréttur var fundinn upp af eiginkonu hans og kokki, að sögn BBC. 

Eftirrétturinn, þar sem kex, kaffi og mascarpone-ostur koma við sögu, bættist við matseðil staðarins árið 1972 en fjölskyldan sótti aldrei um einkaleyfi á honum.

Síðan þá hefur rétturinn orðið fastur liður á ítölskum veitingastöðum og kokkar um heim allan hafa útbúið hann.

Deilur hafa lengi staðið yfir um uppruna tiramisu, meðal annars að hann hafi verið notaður sem frygðarauki á vændishúsi í ítölsku borginni Treviso. Flestir eru aftur á móti á því að hann eigi uppruna sinn á veitingastað Campeol í sömu borg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert