„Stund sannleikans“ að renna upp

Boris Johnson (til hægri) í Róm ásamt Joe Biden Bandaríkjaforseta.
Boris Johnson (til hægri) í Róm ásamt Joe Biden Bandaríkjaforseta. AFP

Leiðtogar G20-ríkjanna hittast aftur í Róm í dag. Þar beinist athyglin að því  hvort þeim tekst að ná taka bindandi ákvarðanir varðandi loftslagsvandann áður loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst Glasgow síðar í dag.

Næstum 80% af útblæstri kolefna í heiminum kemur frá 20 helstu iðnríkjum heims. Litið er á loforð um að grípa til aðgerða sem gott veganesti fyrir viðræðurnar í Skotlandi.

Í gær náðist sam­komu­lag í Róm um að leggja að minnsta kosti 15% skatt á hagnað alþjóðlegra stór­fyr­ir­tækja. Mark­miðið er að koma í veg fyr­ir að alþjóðleg stór­fyr­ir­tæki reyni að flytja hagnað til lág­skattalanda.

Sérfræðingar segja að til að ná markmiði um að hlýnun jarðar aukist ekki um meira en 1,5 gráðu þurfi að draga úr útblæstri á heimsvísu um næstum helming fyrir árið 2030.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti Cop 26-ráðstefnunni í Glasgow sem „stund sannleikans“ fyrir mannkynið.

„Spurningin sem allir spyrja sig að er hvort við grípum tækifærið eða látum það renna okkur úr greipum,“ sagði Johnson við ITV.

„Ég vona að leiðtogar heimsins hlusti á fólk og komi til Glasgow tilbúnir með svör handa því og ákveðnar aðgerðir,“ bætti hann við.

„Sameinuð getum við markað upphafið af endalokum loftslagsbreytinga og binda enda á óvissuna í eitt skipti fyrir öll.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert