Tíu særðir eftir íkveikju og hnífaárás í lest

Slökkviliðsmenn og lögregla fyrir utan lestarstöðina í Tókýó.
Slökkviliðsmenn og lögregla fyrir utan lestarstöðina í Tókýó. AFP

Karlmaður hefur verið handtekinn eftir árás um borð í lest í Tókýó í morgun. Að minnsta kosti tíu manns særðust og er ástand eins talið alvarlegt.

Japanskir fjölmiðlar segja að maðurinn, sem er sagður á þrítugsaldri, hafi dreift eldfimum vökva um lestina og kveikt í. Einnig hafi hann ráðist á fólk með hníf að vopni.

Myndskeið var sett á Twitter þar sem sást til fólks í lestinni hlaupa undan manninum og reyna að klifra í gegnum glugga lestarinnar.

Atvikið átti sér stað skammt frá hverfinu Kokuryo í vesturhluta höfuðborgarinnar.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert