Joe Biden Bandaríkjaforseti leyndi ekki vonbrigðum sínum vegna fjarveru Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, og Xi Yinping, forseta Kína, á loftslagsráðstefnuna COP26 sem nú fer fram í Glasgow en þjóðarleiðtogarnir tveir eru þeir einu sem ekki mættu á ráðstefnuna í persónu.
Fjarvera leiðtoganna tveggja séu skýr skilaboð um hvernig löndin álíta skuldbindingar sínar vegna loftslagsbreytinga.
„Fólk hefur ástæðu til að vera vonsvikið, ég varð sjálfur fyrir vonbrigðum,“ sagði Biden á blaðamannafundi í Róm í dag. Mikil og góð vinna hefði farið fram á ráðstefnunni.
„Við gerðum helling hérna,“ sagði Biden og bætti við að Bandaríkin myndu „halda áfram að skerpa á því hvað Kína, Rússland og Sádí Arabía væru ekki að gera“.