Fótbolti veitir íröskum stúlkum von

Hvattar til dáða af þjálfara sínum, æfa ungar kristnar stúlkur í Bartalla í Írak fótbolta. Bartalla var áður vígi ISIS-liða þar sem konur voru látnar sæta kúgun og túlkun ISIS-liða á íslam, þar sem íþróttaiðkun var á meðal þess sem konum var bannað.

Að sögn stúlknanna hefur fótboltaástund gefið þeim von um bjarta framtíð. 

Árið 2014 náði Ríki íslams völdum á bænum Bartalla í norðurhluta Nineveh-héraðs. Fjögur ár eru liðin síðan Ríki íslams var sigrað á svæðinu og hrakið á brott. Síðan þá hafa um 1.500 fjölskyldur snúið aftur til svæðisins, eftir að hafa flúið ofríki og átök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert