Lyf gerð úr einstofna mótefnum hafa reynst vel í baráttunni við Covid-19 og eru vonir bundnar við önnur sambærileg lyf. Lyfið Ronapreve er dæmi um slíkt lyf sem hefur gefið góða raun hér á landi.
„Einstofna mótefni virka í raun eins og þú hafir fengið „instant“ bólusetningu, þú ert að fá í þig sambærileg mótefni og eftir mjög vel heppnaða bólusetningu. Það dregur mjög úr líkunum á því að fólk fái sjúkdóminn sjálfan, það fær kannski smit en það verður ekki alvarlega veikt,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum.
Ýmis fyrirtæki vinna að þróun lyfja sem byggjast á þessum einstofna mótefnum og segir Magnús framþóunina í þessum geira mikla. Sem dæmi má nefna hið nýja Molnupiravir sem er í töfluformi. Lyf sem þessi munu skipta sköpum þegar fram líða stundir fyrir þá sem veikir eru fyrir og taka ekki vel við bólusetningu.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.