Sprengingar og skorhríð á sjúkrahúsi í Kabúl

Frá Kabúl, höfuðborg Afganistan.
Frá Kabúl, höfuðborg Afganistan. AFP

Nítj­án manns hið minnsta er lát­in og um fimm­tíu særðir eft­ir að árás á sjúkra­hús í Kabúl í Af­gan­ist­an fyrr í dag. 

Starfsmaður heil­brigðisráðuneyt­is Af­gan­ist­an staðfesti að um tvær spreng­ing­ar og skot­hríð væri að ræða, við frétta­stofu AFP. 

„Nítj­án látn­ir og um fimm­tíu særðir hafa verið flutt­ir á önn­ur sjúkra­hún í Kabúl,“ sagði starfsmaður­inn sem óskaði eft­ir nafn­leynd í sam­tali við AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert