Sænska popphljómsveitin ABBA hefur ákveðið að fresta kynningu á væntanlegum tónleikum um einn sólarhring eftir að tveir létust á ABBA-hyllingartónleikum í Uppsala í Svíþjóð.
Kvartettinn heimsfrægi sendir á föstudaginn frá sér nýja plötu, Voyage, sem verður sú fyrsta síðan hún lagði upp laupana fyrir 40 árum.
Áttræður maður féll niður sjö hæðir í tónleikahöllinni í Uppsala í gærkvöldi og lést. Talið er að hann hafi látist af slysförum. Tónleikagestur sem hann lenti á lét einnig lífið.
„Í ljósi sorglegu tíðindanna á hyllingartónleikunum í Stokkhólmi í gærkvöldi höfum við ákveðið að fresta því að birta tónleikastiklu okkar þangað til á morgun,“ sagði í orðsendingu á Twitter-reikningi ABBA Voyage.
In the light of the tragic news at the tribute concert in Sweden last night, we have decided to hold off on releasing our concert trailer until tomorrow.
— ABBA Voyage (@ABBAVoyage) November 3, 2021
Love,
ABBA Voyage