ABBA frestar kynningu vegna dauðsfalla

Tónleika- og ráðstefnuhöllin í Uppsala í Svíþjóð.
Tónleika- og ráðstefnuhöllin í Uppsala í Svíþjóð. AFP

Sænska popphljómsveitin ABBA hefur ákveðið að fresta kynningu á væntanlegum tónleikum um einn sólarhring eftir að tveir létust á ABBA-hyllingartónleikum í Uppsala í Svíþjóð.

Kvartettinn heimsfrægi sendir á föstudaginn frá sér nýja plötu, Voyage, sem verður sú fyrsta síðan hún lagði upp laupana fyrir 40 árum.

Bjorn Ulvaeus og Benny Anderson úr ABBA á rauða dreglinum …
Bjorn Ulvaeus og Benny Anderson úr ABBA á rauða dreglinum árið 2008. AFP

Áttræður maður féll niður sjö hæðir í tónleikahöllinni í Uppsala í gærkvöldi og lést. Talið er að hann hafi látist af slysförum. Tónleikagestur sem hann lenti á lét einnig lífið.

„Í ljósi sorglegu tíðindanna á hyllingartónleikunum í Stokkhólmi í gærkvöldi höfum við ákveðið að fresta því að birta tónleikastiklu okkar þangað til  á morgun,“ sagði í orðsendingu á Twitter-reikningi ABBA Voyage.

Öryggisverðir að störfum inni í tónleikahöllinni í Svíþjóð.
Öryggisverðir að störfum inni í tónleikahöllinni í Svíþjóð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert