Kallar eftir hertari aðgerðum í Þýskalandi

Sphan hvetur fólk til að þiggja örvunarbólusetningu
Sphan hvetur fólk til að þiggja örvunarbólusetningu AFP

Kórónuveirusmitum fjölgar nú hratt í Þýskalandi en Jens Spahn, heilbrigðisráðherra landsins, segir að um sé að ræða faraldur meðal óbólusettra. Hann kallar eftir hertari aðgerðum til að koma í veg fyrir frekari uppgang veirunnar í landinu. Staðan sé þannig að gjörgæslurými á sumum svæðum séu að fyllast og mikilvægt sé að standa vörð um heilbrigðiskerfið. AFP-fréttastofan segir frá.

Fjórða bylgja faraldursiins hefur verið á uppleið í Þýskalandi síðustu vikur og smittölur síðustu sjö daga hafa ekki verið hærri síðan í maí. Síðasta sólarhringinn greindust 20.398 tilfelli og 194 létust.

Um 66 prósent Þjóðverja eru bólusettir en Sphan er ósáttur við að hægst hafi á bólusetningunni. Hann bendir á að of stór hópur fólks á aldrinum 18 til 59 sé óbólusettur. Þá hvetur hann fólk til að þiggja örvunarbólusetningu.

Ráðherrann vill að sú regla verði tekin upp að þeir sem sæki stærri viðburði þurfi að framvísa bólusetningarvottorði, neikvæðu covid prófi eða sýna fram á að þeir hafi fengið covid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert