Umfangsmikil leit að manni sem sakaður er um eitt stærsta innbrot í enskri réttarsögu stendur nú yfir í Evrópu, samkvæmt rannsókn BBC.
Maðurinn heitir Alfredo Lindley. Hann er sagður hafa verið höfuðpaurinn í nokkrum innbrotum í heimili frægs fólks í desembermánuði árið 2019. Eitt innbrotanna var á heimili Formúlu 1 erfingjans Tamöru Ecclestone en í því var verðmætum fyrir að minnsta kosti 25 milljónir punda, eða því sem nemur 4,5 milljörðum íslenskra króna, stolið.
Þá telja ítölsk lögregluyfirvöld sömuleiðis að Lindley sé ábyrgur fyrir innrás á heimili knattspyrnustjórans Patrick Viera árið 2009.
Talið er að Lindley, sem fæddist í Perú og er fertugur, sé staddur í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Hann á langa sakaskrá á Ítalíu sem nær aftur til ársins 1995. Lindley hefur m.a. verið handtekinn fyrir svik og innbrot.
Á síðastliðnum áratug hefur hann notað að minnsta kosti 19 dulnefni, t.d. Daniel Vukovic, Ljubomir Romanov and Ljubomir Radosavlejic.