Um 1,1 milljón manna á Englandi, eða einn af hverjum fimmtíu, hafði smitast af kórónuveirunni fyrir lok síðasta mánaðar, samkvæmt útreikningum hins opinbera.
Guardian greinir frá.
Flestir höfðu smitast á Suðvestur-Englandi eða 2,9% íbúa. Fæstir höfðu smitast í Lundúnum þar sem 1,5% íbúa höfðu komist í snertingu við kórónuveiruna.
Grunnskólabörn á aldrinum 7 til 11 ára voru líklegust til að hafa smitast en 7,5% enskra barna á þeim aldri hafa smitast af kórónuveirunni.