Skipstjóri rekinn vegna árekstur kafbáts

Kafbáturinn kominn upp á yfirborðið.
Kafbáturinn kominn upp á yfirborðið. AFP

Bandaríski sjóherinn hefur sagt upp þremur háttsettum skipverjum sem taldir eru ábyrgir fyrir því að kafbátur rakst í djúpsjávarfjall í suður-Kínahafi í síðasta mánuði. BBC greindi frá málinu í dag

Skipstjórinn Cameron Aljilani ásamt tveimur öðrum háttsettum skipverjum var sagt upp störfum í kjölfar rannsóknar á atvikinu. Báturinn, USS Connecticut, rakst í djúpsjávarfjallið og neyddist því til þess að koma upp á yfirborðið og sigla þaðan til Guam.

Þá slösuðust Fimmtán skipverjar lítillega við áreksturinn og liggur kafbáturinn nú í höfn í Guam þar sem ástand hans er skoðað áður en siglt verður heim til Bandaríkjanna.

Umdeilt hafsvæði

Var það metið sem svo að skipverjarnir þrír hefðu getað komið í veg fyrir áreksturinn en tímasetningin þykir afar óheppileg enda ástandið á svæðinu pólitískt fremur spennuþrungið og stíft.

Kínverjar telja meginþorra suður-Kínahafs vera undir þeirra lögsögu en Bandaríkin og nærliggjandi ríki eru ósammála. Einungis nokkrar vikur eru síðan að Bandaríkin, Bretland og Ástralía gerðu samning þess efnis að vinna saman og deila kafbátatækni á svæðinu. Telja margir þann samning eiga að vera einskonar mótvægi við valdi Kínverja á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert