Þotubaggamaðurinn dularfulli var bara blaðra

Um er að ræða Jack Skellington úr kvikmynd Tim Burtons …
Um er að ræða Jack Skellington úr kvikmynd Tim Burtons frá árinu 1993, The Nightmare Before Christmas. Ljósmynd/LAPD

Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf fyrir rúmu ári rannsókn vegna dularfulls manns sem sást til á flugi á þotubagga (e. jet pack) í yfir 900 metra hæð yfir Los Angeles-borg. Rannsókn málsins hefur verið í gangi síðan sást til mannsins fyrst.

Hún hefur leitt í ljós að líklegast hafi maðurinn dularfulli verið blaðra. BBC greinir frá.

Í myndefni úr þyrlum lögreglunnar má sjá eitthvað sem líkist mest hrekkjavökuskreytingu sem hefur slitið sig lausa og þannig endað á sveimi um borgina.

Myndirnar sýna það sem virðist vera einhvers konar blöðru útgáfu í raunstærð af teiknimyndapersónunni frægu Jack Skellington úr kvikmynd Tim Burtons frá árinu 1993, The Nightmare Before Christmas.

Flugu framhjá „gæja með þotubagga“

„Flugt­urn, American 1997 – við flug­um rétt í þessu fram hjá gæja með þotu­bagga (e. jet­pack),“ heyr­ðist flugmaður­inn tjá flug­um­ferðar­stjórn­inni í Los Ang­eles þegar fyrst sást til „mannsins“.

Heyra má sam­talið sem hefst þegar um 5 mín­út­ur og 20 sek­únd­ur eru liðnar af þess­ari upp­töku.

Þotubagga-maðurinn, eða þotubagga-blaðran öllu heldur, sneri síðan aftur nokkrum vikum síðar og var hún þá komin um tvisvar sinnum ofar eða í um 1.800 metra hæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert