Fannst nakinn eftir tvo daga í vegg leikhúss

Maðurinn reyndist nakinn inni í veggnum.
Maðurinn reyndist nakinn inni í veggnum. Ljósmynd/Syracuse fire department

Slökkviliðsmenn komu manni til bjargar sem var fastur inni í holrými veggjar í leikhúsi í Syracuse, New York ríkis í Bandaríkjunum. 

BBC greinir frá. 

Útkall barst slökkviliðinu um klukkan hálf átta að morgni þar sem bankhljóð hafði heyrst í vegg í leikhúsinu og óljóst heyrðist kall eftir hjálp. Talið er að maðurinn hafi verið fastur á bak við eða inni í veggnum í um tvo til þrjá sólarhringa.

Slökkviliðsmönnum tókst að brjóta niður vegginn í kring um manninn, finna hann þar sem hann reyndist vera nakinn. 

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 

í yfirlýsingu frá slökkviliðinu á Facebook-síðu þeirra segir að ekki liggi fyrir hvernig maðurinn komst inn rýmið á bak við veginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert