Fjórar konur myrtar í Afganistan

Fjórar konur fundust myrtar í húsi í Mazar-i-Sharif í norður …
Fjórar konur fundust myrtar í húsi í Mazar-i-Sharif í norður Afganistan. AFP

Fjórar konur hafa verið myrtar í borginni Mazar-i-Sharif í norðurhluta Afganistan. Talsmaður stjórnar talíbana staðfesti það. Ein kvennanna er þekktur aðgerðasinni í landinu. 

Tveir hafa verið handteknir grunaðir um morðin eftir að lík kvennanna fundust í húsi í borginni. 

„Hinir handteknu hafa viðurkennt í fyrstu yfirheyrslum að konunum hafi verið boðið á heimili af þeim. Rannsókn sendur yfir á málinu og hefur verið vísað til dómstóla,“ sagði Qari Sayed Khosti, talsmaður talíbana. 

Hann nafngreini ekki konurnar en heimildir AFP herma að ein kvennanna væri Frozan Safi, aðgerðasinni og háskólakennari. 

Þrír heimildamenn AFP sögðu að hringt hefði verið í konurnar og þær talið að verið væri að bjóða sér í flugfar frá Afganistan. Þær hafi svo verið sóttar á bíl en fundust síðar látnar. 

Mikið hefur borið á slíkum símtölum innan borgarinnar undanfarnar vikur. Svikahrappar hringja þá í konur og bjóða þeim flóttaleið út úr landinu. Heimildamaður AFP fékk eitt slíkt símtal. „Hann vissi allt um mig, bað mig að senda mér gögn um mig, vildi að ég fyllti út spurningalista og þóttist vera opinber starfsmaður sem færi fyrir skrifstofu á vegum Bandaríkjanna,“ sagði heimildamaðurinn. 

Hún þáði ekki boðið og hafði miklar efasemdir. „Ég var þá þegar orðin hrædd. Mín andlega heilsa er ekki góð um þessar mundir. Ég er alltaf hrædd um að einhver komi heim til mín, nemi mig á brott og skjóti mig,“ sagði konan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert