Samþykktu billjón dala innviðafrumvarp

Biden lagði frumvarpið fram.
Biden lagði frumvarpið fram. AFP

Full­trúa­deild Banda­ríkjaþings samþykkti í gær­kvöldi frum­varp Joes Bidens Banda­ríkja­for­seta um um­fangs­mikla innviðaupp­bygg­ingu hvað varðar sam­göngu- og fjar­skipta­kerfi Banda­ríkj­anna. Frum­varpið kall­ar á út­gjöld sem nema um þúsund millj­örðum, þ.e. einni bill­jón, Banda­ríkja­dala.

Annað frum­varp for­set­ans var dregið til baka fyrr um kvöldið en það laut að mikl­um og dýr­um breyt­ing­um á vel­ferðar­kerf­inu. Ekki tókst að tryggja meiri­hluta fyr­ir því þó svo að Demó­krat­ar skipi meiri­hluta sæta full­trúa­deild­ar­inn­ar. 

Fyrr um kvöldið var annað frum­varp for­set­ans um mikl­ar og dýr­ar breyt­ing­ar á vel­ferðar­kerf­inu dregið til baka, þar sem ekki tókst að tryggja meiri­hluta fyr­ir samþykkt þess fyr­ir at­kvæðagreiðsluna þrátt fyr­ir meiri­hluta Demó­krata í full­trúa­deild­inni.

Frum­varpið sem var samþykkt snýr að veru­legri upp­bygg­ingu í sam­göngu- og fjar­skipta­kerfi Banda­ríkj­anna. Það snert­ir t.a.m. vega- og flug­sam­göng­ur, sigl­ing­ar, lest­ar­kerfið. Þá verður aðgengi fólks að há­hraða netteng­ingu aukið, sam­kvæmt frum­varp­inu, og fjár­magn sett í að veita fólki hreint drykkjar­vatn. Sömu­leiðis kveður frum­varpið á um að komið verði á neti hleðslu­stöðva fyr­ir raf­bíla á landsvísu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert