Níutíu og átta, hið minnsta, eru látnir eftir stóra sprengingu þar sem eldsneytisflutningsbíll og vöruflutningsbíll rákust saman í Freetown, höfuðborgar Sierra Lione.
Eldsneyti helltist úr bílnum áður en kviknaði í og úr varð mikill eldur á fjölförum gatnamótum, sem gleypti nærstadda.
Fjölmiðlar á svæðinu hafa sýnt myndefni af illa leiknum líkamsleifum um víð og dreif um svæðið umhverfis tankbílinn.
Mohamed Juldeh Jalloh, varaforseti landsins, hefur lýst atvikinu sem stórfellum þjóðarharmleik og heitið þeim slösuðu fría heilbrigðisþjónustu.