Að minnsta kosti 19 eru látnir og þrír slasaðir eftir að flutningabíll klessti á gjaldskýli og sex aðra bíla á þjóðveg í Mexíkó, að því er kemur fram á vef The Guardian.
Talið er að bremsur flutningabílsins hafi gefið sig áður en bíllinn klessti á í gær. Mikill eldur breiddist út frá árekstrinum og urðu bifreiðarnar sem lentu í árekstrinum alelda. Þær bifreiðar sem voru næst gjaldskýlinu gjöreyðilögðust.
Áreksturinn varð á þjóðveginum milli Mexíkoborgar og Puebla-fylkis en samkvæmt yfirlýsingu var flutningabílinn að flytja sjampó.