Látnu gestirnir voru á aldrinum 14 til 27 ára

Samuel Peña slökkviliðsstjóri í Houston á blaðamannafundi vegna atviksins í …
Samuel Peña slökkviliðsstjóri í Houston á blaðamannafundi vegna atviksins í gær. AFP

Lögreglan í borginni Houston í Texas hefur hafið lögreglurannsókn á andlátum sem áttu sér stað á Astroworld tónleikahátíðinni á föstudag. Að minnsta kosti átta létust og fjölmargir særðust eftir að hafa troðist undir í öngþveiti við svið tónleikanna þar sem rapparinn Travis Scott stóð í miðjum flutningi. 

Frétt af mbl.is

Hin látnu voru á aldrinum 14 til 27 ára.

Þá rannsakar lögreglan einnig ásökun um að öryggisvörður á svæðinu hafi verið sprautaður í hálsinn á meðan hann reyndi að handtaka tónleikagest. 

Ofsahræðsla braust út þegar mannfjöldinn þrýsti sér framar að sviði tónleikanna. Um 300 manns leituðu sér aðstoðar vegna meiðsla eftir á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert