Sex látnir eftir metan sprengingu

Almaty, stærsta borg Kasakstan. Mynd tengist fréttinni ekki.
Almaty, stærsta borg Kasakstan. Mynd tengist fréttinni ekki. AFP

Sex námumenn eru látnir og tveir alvarlega slasaðir eftir metan sprengingu í námu ArcelorMittal í Kasakstan í morgun.

Sextíu og fjórir námumenn voru að störfum í námunni þegar slysið varð og 56 náðu að komast út óslasaðir.  

Forsvarsmenn fyrirtækisins segja slysið hafa átt sér stað vegna skyndilegrar losunar metans og kola.

Námuslys eru ekki óalgeng í ríkjum sem voru eitt sinn hluti af Sovétríkjunum vegna úreltra innviða og ófullnægjandi öryggisreglna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert