Terence Wilson fyrrverandi söngvari og stofnandi bresku reggí hljómsveitarinnar UB40 er látinn eftir skyndileg veikindi, hann var 64 ára.
Hljómsveitin öðlaðist heimsfrægð á níunda áratuginum, með smellum á borð við „Red Red Wine“ og „Can‘t Help Falling In Love“.
Hljómsveitin seldi meira en 100 milljón plötur á ferlinum og halda metinu fyrir flestar vikur á breska smáskífu listanum á níunda áratuginum.
Wilson einnig þekktur undir sviðsnafninu Astro, spilaði með hljómsveitinni þangað til árið 2013.