Oscar Pistorius gæti fengið reynslulausn

Oscar Pistorius var dæmdur í 6 ára fangelsi.
Oscar Pistorius var dæmdur í 6 ára fangelsi. AFP

Oscar Pistorius, ólympíumeistari fatlaðra í spretthlaupi, gæti hlotið reynslulausn á skilorði eftir að hafa afplánað um helming dóms síns fyrir að myrða kærustu sína, að sögn lögmanns fjölskyldu hinnar látnu.

Pistorius skaut Reevu Steenkamp, þáverandi kærustu sína, til bana snemma að morgni  Valentínusardags árið 2013. Skaut hann fjórum skotum í gegnum hurðina á svefnherbergisbaðherbergi sínu.

Árið 2015 var Pistorius fundinn sekur um morð og síðar dæmdur í 13 ára fangelsi.

Reeva Steenkamp og Oscar Pistorius.
Reeva Steenkamp og Oscar Pistorius. AFP

Í júlí á þessu ári hafði Pistorius, sem er 34 ára gamall, afplánað hálfan dóminn, lágmarkstímann til að koma til greina fyrir reynslulausn, að sögn fjölskyldulögfræðings Reevu Steenkamp.

Til stóð að fangelsismálayfirvöld myndu funda með fjölskyldu Steenkamp en fundinum var frestað og hefur ekki verið boðað til nýs fundar. 

Áður en reynslulausn getur hafist þarf nefnd sem kemur að ákvarðanatöku að eiga viðræður við fjölskyldu fórnarlambsins og brotamanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert