Réðst á lögregluþjóna í Frakklandi

Maðurinn sat við stýrið á lögreglubíl um klukkan 6.30 í …
Maðurinn sat við stýrið á lögreglubíl um klukkan 6.30 í morgun að staðartíma þegar bílstjórahurðin var opnuð og árásarmaðurinn réðst á lögregluþjóninn. AFP

Franskur lögregluþjónn hlaut stungusár í morgun eftir að maður sem kvaðst „vinna í umboði spámannsins“ stakk hann í borginni Cannes í suðausturhluta Frakklands.

Samkvæmt frétt AFP er málið rannsakað sem mögulegt hryðjuverk.

Maðurinn sat við stýrið á lögreglubíl um klukkan 6.30 í morgun að staðartíma þegar bílstjórahurðin var opnuð og árásarmaðurinn réðst á lögregluþjóninn.

Samkvæmt erlendum fjölmiðlum bjargaði skothelt vesti lífi lögregluþjónsins.

Árásarmaðurinn reyndi að ráðast á annan lögregluþjón en sá þriðji skaut á hann og liggur hann þungt haldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert