Kaþólska kirkjan í Frakklandi ætlar að selja fasteignir eða taka lán til að fjármagna miskabætur til þúsunda fórnarlamba barnaníðs.
Embættismenn kirkjunnar hafa verið undir vaxandi þrýstingi um að greiða fórnarlömbunum bætur eftir að rannsókn leiddi í ljós umfangsmikla kynferðismisnotkun sem starfsmenn kirkjunnar beittu börn á árunum 1950 til 2020.
Fórnarlömbin voru að minnsta kosti 216 þúsund talsins.