Dómari hafnaði beiðni Trumps

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Bandarískur dómari hefur fyrirskipað að gögn úr Hvíta húsinu, sem gætu bendlað Donald Trump við árásina á bandaríska þinghúsið 6. janúar, verði afhent þingnefnd þrátt fyrir tilraunir Bandaríkjaforsetans fyrrverandi til að halda þeim leyndum.

Þingnefndin hefur sóst eftir að fá gögnin vegna rannsóknar sinnar á árásinni, þegar mörg hundruð stuðningsmenn Trumps ruddust inn í þinghúsið og töfðu fund þar sem staðfesta átti að Joe Biden hefði unnið forsetakosningarnar í nóvember 2020 og yrði nýr forseti.

Trump kærði fyrirhugaða birtingu skjalanna og sagði að sem fyrrverandi forseti hefði hann rétt til að birta ekki skjöl frá þessum degi sem sýndu samskipti Hvíta hússins og heimsóknir þangað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert