Frönsk stúlka fannst með aðstoð hlaupaforrits

Lögreglumenn og hermenn við leitina að stúlkunni.
Lögreglumenn og hermenn við leitina að stúlkunni. AFP

Sautján ára gömul, frönsk stúlka, sem hvarf á mánudag þegar hún fór út að skokka, er nú fundin. 

Þetta segja saksóknarar í norðvesturhluta Frakklands, en umfangsmikil leit hafði verið gerð að stúlkunni. 

Lögregla notaði gögn úr hlaupasmáforriti stúlkunnar sem sýndu að hún hafi stöðvað hlaup sitt ansi skyndilega nærri Bellebranch-skógi.

Upphaflega gekk lögregla út frá því að stúlkunni hafi verið rænt og voru, þegar mest lét, um 200 lögregluþjónar sem leituðu að henni. 

Nokkrir munir stúlkunnar fundust við leitina en yfirvöld í Frakklandi hafa ekki gefið upp frekari upplýsingar um hvernig hún fannst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert