Harry Bretaprins segist hafa varað Jack Dorsey, forstjóra Twitter, við pólitískum óróa degi áður en æstur múgur réðst inn í bandaríska þinghúsið 6. janúar.
„Ég varaði hann við því að hans vettvangur væri að leyfa skipulagningu valdaráns þar,” sagði Harry á bandarísku ráðstefnunni RE:WIRED.
„Tölvupósturinn var sendur daginn áður. Síðan gerðist þetta og ég hef ekki heyrt í honum síðan,” bætti hann við, að sögn BBC.
Harry sagði þetta í umræðum um hvort samfélagsmiðlar taka þátt í að dreifa röngum upplýsingum og ýta undir hatur á netinu.