Yfir 50 flóttamenn handteknir við landamæri

Lögreglan reynir að stöðva flóttamenn. Myndin var tekin í gær.
Lögreglan reynir að stöðva flóttamenn. Myndin var tekin í gær. AFP

Pólska lögreglan hefur handtekið „yfir 50” flóttamenn skammt frá landamærunum að Hvíta-Rússlandi, að sögn talsmanns lögreglunnar.

Um tvo mismunandi hópa flóttamanna var að ræða sem reyndu að komast ólöglega yfir landamærin og komust einhverjir þeirra undan lögreglunni.

Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa sakað pólskar öryggissveitir um að berja þó nokkra flóttamenn sem hafa reynt að komast yfir landamærin.

Gagnrýnendur frá Vesturlöndum hafa í marga mánuði sakað Hvíta-Rússland um að lokka flóttamenn frá Mið-Austurlöndum til Hvíta-Rússlands og senda þá yfir landamærin til Evrópusambandsins í hefndarskyni vegna refsiaðgerða.

Kúrdar frá Dohuk í Írak við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands.
Kúrdar frá Dohuk í Írak við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. AFP

Hundruð flóttamanna eru fastir við landamærin í köldu loftslagi með pólska og hvítrússneska hermenn sitt hvorum megin við landamærin.

Landamæraverðir Hvít-Rússa sögðu í yfirlýsingu í morgun að fjórir Kúrdar hafi verið lamdir af pólskum öryggisvörðum er þeir reyndu að komast yfir landamærin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka