FW de Klerk látinn

Frederik Willem de Klerk.
Frederik Willem de Klerk. AFP

FW de Klerk, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, er látinn, 85 ára að aldri. De Klerk lét Nelson Mandela lausan úr fangelsi árið 1990 og Mandela var síðan kjörinn forseti landsins árið 1994. 

De Klerk var forseti Suður-Afríku frá 1989 til 1994. Hann afnam aðskilnaðarstefnuna, sem hafði verið við lýði í landinu og kom á lýðræði þar.

De Klerk og Mandela fengu friðarverðlaun Nóbels árið 1993. Þegar Afríska þjóðarráðið sigraði í fyrstu frjálsu kosningunum í Suður-Afríku árið 1994 afhenti de Klerk valdataumana Mandela, sem hafði verið í fangelsi í 27 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert