Boða útgöngubann fyrir óbólusetta í Austurríki

Óbólusettir munu aðeins geta sótt vinnu, keypt í matinn og …
Óbólusettir munu aðeins geta sótt vinnu, keypt í matinn og stundað líkamsrækt. AFP

Aust­ur­rík­is­menn munu á næstu dög­um setja á út­göngu­bann fyr­ir alla þá sem eru óbólu­sett­ir eft­ir mikla fjölg­un kór­ónu­veiru­smita þar í landi. Met­fjöldi smita greind­ist síðastliðinn sól­ar­hring, eða 11.975 smit. BBC grein­ir frá.

Gripið verður til hertra aðgerða í efri héruðum Aust­ur­rík­is frá og með mánu­deg­in­um ef leyfi til þess fæst frá rík­is­stjórn lands­ins. Í Salzburg er einnig bú­ist við hert­um aðgerðum.

Al­ex­and­er Schal­len­berg, kansl­ari Aust­ur­rík­is, seg­ir óumflýj­an­legt að setja út­göngu­bann fyr­ir alla óbólu­setta á landsvísu. Ekki sé hægt að láta tvo þriðju íbúa lands­ins líða fyr­ir það að minni­hlut­inn vilji ekki láta bólu­setja sig.

Erfitt gæti reynst að fram­fylgja bann­inu

Um ein og hálf millj­ón manna býr í efri héruðum lands­ins, sem hafa landa­mæri að Þýskalandi og Tékklandi. Þar er hlut­fall bólu­settra lægst og lang­flest smit. Kór­ónu­veiru­nefnd lands­ins hef­ur varað við því að um sé að ræða ógn sem verði að taka al­var­lega.

Óbólu­sett­um í Aust­ur­ríki hef­ur nú þegar verið bannað að fara á veit­ingastaði, í kvik­mynda­hús, skíðalyft­ur og á hár­greiðslu­stof­ur, en líkt og áður seg­ir verður gripið til alls­herj­ar út­göngu­banns fyr­ir þenn­an hóp á mánu­dag­inn. Óbólu­sett­ir mega þá ekki yf­ir­gefa heim­ili sín nema til að sækja vinnu, kaupa í mat­inn og fara í lík­ams­rækt. Gagn­rýn­end­ur hafa þó varað við því að erfitt geti orðið að fram­fylgja bann­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert