Subway-skyndibitakeðjan í Kaliforníu á í vök að verjast fyrir dómi í San Francisco eftir að viðskiptavinir stefndu henni fyrir svik og brot á neytendalöggjöf með því að selja túnfisksalat, sem sagt er innihalda flest annað en túnfisk, svo sem kjúkling, svína- og nautakjöt.
Byggir málatilbúnaður stefnenda á DNA-rannsókn sjávarlíffræðings á sýnum frá 20 Subway-stöðum í Suður-Kaliforníu, en 19 þeirra reyndust ekki innihalda snefil af erfðaefni túnfisks. Stjórnendur Subway í Kaliforníu sverja af sér og kalla málsóknina „illa ígrundaða og óviðeigandi“.