Norðmenn herða aðgerðir

Jonas Gahr Store, forsætisráðherra Noregs.
Jonas Gahr Store, forsætisráðherra Noregs. AFP

Norðmenn hafa ákveðið að herða aðgerðir til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Meðal annars fá bæjarfélög leyfi til þess að krefjast þess að íbúar sýni fram á bólusetningarvottorð.

Norðmenn, sem afléttu öllum takmörkunum vegna Covid-19 seint í september, ætla einnig að leggja til að fólk yfir 18 ára aldri verði bólusett í þriðja sinn við veirunni. Útgöngubann er þó ekki hluti af áætlununum.  

Jonas Gahr Store, forsætisáðherra Noregs, greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. 

Fullorðnir sem hafa verið í nálægð við smitað fólk verða skyldaðir til að fara í skimun við veirunni og óbólusettir heilbrigðisstarfsmenn þurfa að fara í skimun tvisvar í viku og nota grímur.

Undanfarið hafa um 1.500 smit greinst í Noregi á degi hverjum en 5,4 milljónir manna búa í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert