Beittu vatsnbyssum á mótmælendur Hollandi

Mótmælendur gengu út á götur í Haag eftir tilkynningu Rutte.
Mótmælendur gengu út á götur í Haag eftir tilkynningu Rutte. AFP

Lögreglan í Hollandi notaði háþrýstidælur til að sprauta vatni á mótmælendur sem eru andvígir nýjum takmörkunum þar í landi sem tóku gildi í dag.

Brugðist er við met­fjölda smita þar í landi en inn­lögn­um á gjör­gæslu hef­ur fjölgað mikið, þar sem um fjöru­tíu pró­sent gjör­gæsl­u­rúma eru í notk­un.

AFP

Um er að ræða takmarkanir sem koma til með að gilda í þrjár vikur sem hafa mest áhrif á verslanir, íþróttaviðburði og veitingastaði. Mark Rutte forsætisráðherra Hollands tilkynnti um takmarkanirnar í gær.

Mótmælendur gengu út á götur í Haag skömmu eftir tilkynningu Rutte. Lögreglan notaði vatnsdælu-byssur til að stöðva mótmælin eftir að hópur mótmælenda hóf að kasta steinum og flugeldum að þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert