Skíðagarpar kippi sér ekki upp við hömlur

Einhver skíðasvæði á Ítalíu hafa nú þegar verið opnuð og …
Einhver skíðasvæði á Ítalíu hafa nú þegar verið opnuð og bókunum streymir inn að sögn skíðahótelseiganda. mbl.is/Styrmir Kári

Eigendur skíðahótela á Ítalíu undirbúa sig nú fyrir komandi álagstíma, en gæta þess þó að stilla væntingum sínum í hóf, enda hefur skíðasvæðum verið lokað með litlum fyrirvara undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldursins, sem reyndist mikið áfall fyrr efnahag lítilla bæja sem fá sínar helstu tekjur í gegnum skíðafólk. 

Horfur þessa árs eru þó betri en þær voru síðustu tvö tímabil. Bókanir eru teknar að streyma inn að sögn Enricos Rossis, eiganda skíðahótels í Bardonecchia, sem gaf sig á tal við the Guardian. 

Það hefur í gegnum tíðina verið afar vinsælt af hálfu Íslendinga að halda út fyrir landsteinana á skíði í kringum jól og áramót, einkum til Asturríkis og Ítalíu. 

Grímuskylda í skíðalyftunum

Einhver skíðasvæði hafa nú þegar verið opnuð. Þar er krafist heilsuskírteinis, þ.e. bólusetningarvottorðs, neikvæðs hraðprófs eða staðfestingar á smiti, af þeim sem nýta sér skíðalyfturnar. 

Þá mega skíðaskálar ekki hýsa jafn marga og í venjulegu árferði og í sameiginlegum rýmum er grímuskylda. 

Framvæmdastjóri Cervinia Spa, ferðaþjónustufyrirtækis í Aosta Valley, segir viðskiptavini ekki kippa sér upp við þessar hömlur, þær blikni í samanburði við ánægjuna sem fæst af því að skíða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert