FW de Klerk, sem var síðasti forseti Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar, verður brenndur við einkaútför 21. nóvember. De Klerk lést á fimmtudaginn 85 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein.
Í myndbandsskilaboðum, sem birt voru nokkrum klukkustundum eftir andlát hans, sagði De Klerk: „Ég biðst afsökunar á þeim sársauka, óvirðingu og skaða sem aðskilnaðarstefnan hefur valdið svörtum, brúnum og Indverjum í Suður-Afríku.
Afsökunarbeiðni hans féll ekki í kramið hjá mörgum Suðurafríkumönnum en margir töldu hana ekki fordæma aðskilnaðarstefnuna á fullnægjandi hátt.
Vinstri stjórnarandstaða landsins varaði við því í síðustu viku að mótmælt yrði, skyldi De Klerk verða veitt ríkisútför.
„Að heiðra De Klerk með ríkisútför væri eins og að hrækja í andlitið á hugrökkum frelsishetjum sem þjáðust í höndum hans þar sem hann lét myrða börn þeirra til að því að hindra frelsi svartra,“ sagði í yfirlýsingu stjórnarandstöðunnar.