Þjóðverjar aftur í heimavinnu

Úr neðri deild þýska þingsins.
Úr neðri deild þýska þingsins. AFP

Samkvæmt drögum að frumvarpi verður þýskum vinnuveitendum aftur skylt að bjóða starfsfólki sínu að vinna að heiman sé sá kostur fyrir hendi. Sama regla var afnumin í júlí en fjórða bylgja faraldursins geisar núna í Þýskalandi. 

Samkvæmt nýju reglunum þyrftu þeir sem vilja mæta til starfa þá að geta sýnt fram á fyrri sýkingu, bólusetningarvottorð eða nýlegt, neikvætt próf.

Skoða útfærslu hraðprófsviðburða

Þá eru fleiri áætlanir í burðarliðnum hjá ríkisstjórninni sem myndu takmarka aðgengi að tilteknum viðburðum við þá sem eru annað hvort bólusettir eða hafa þegar fengið veiruna og geta sýnt fram á nýlegt, neikvætt próf.

Frumvarpið verður lagt fyrir neðri deild þýska þingsins á fimmtudag og efri deildina á föstudag. 

Nýgengi smita í Þýskalandi er í hæstu hæðum um þessar mundir og nemur 289 smitum á hverja 100.000 íbúa samkvæmt Robert Koch Institut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert