Þúsundir mótmæla valdaráni forseta Túnis

Lögregla hefur staðsett fjölmarga lögreglubíla til að koma í veg …
Lögregla hefur staðsett fjölmarga lögreglubíla til að koma í veg fyrir að mótmælendur komist í úthverfið Bardo í Túnis, þar sem þinghúsið er staðsett. AFP

Þúsundir íbúa í Túnis söfnuðust saman við þingið í landinu til að mótmæla valdatöku forsetans, sem þeir líta á sem valdarán.

Forseti Túnis, Kais Saied, ákvað þann 25. júlí að reka ríkisstjórnina í landinu ásamt því að stöðva þingið, til þess að komast sjálfur til valda. Yfir 3.000 mótmælendur söfnuðust saman í dag og hrópuðu: „Fólkið vill fella valdaránið“ og „Verkefni Kais er borgarastyrjöld“.

Einhverjir mótmælendur höfðu skilti meðferðis þar sem á stóð „Nei við ógnun fjölmiðla!“ og „Við krefjumst þess að hafa óháð dómsvald!“

AFP

„Hann hefur lokað landinu“

Í samtali við fréttstofu AFP segir Jawhar Ben Mbarek, mótmælandi í Túnis, að öllum götum og hraðbrautum hafi verið lokað vegna mótmælanna.

„Eftir að hafa lokað ríkinu hefur Saied lagt niður stofnanirnar og stjórnarskrána. Hann hefur lokað landinu,“ er haft eftir honum.

Á samfélagsmiðlum hafa einhverjir deilt myndum af lögreglu sem hefur staðsett fjölmarga lögreglubíla til að koma í veg fyrir að mótmælendur komist í úthverfið Bardo, þar sem þinghúsið er staðsett.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert