Uppþot á blaðamannafundi: „COP26 misheppnaðist“

Mótmælandi, sem viðstaddur var loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, stal sviðsljósinu á blaðamannafundi ráðstefnunnar í gær eftir að ráðstefnunni hafði lokið, þegar hann hljóp í pontu og hrópaði í hljóðnema að leiðtogum heimsins hafi mistekist ætlunarverk sitt. 

„COP26 misheppnaðist,“ hrópaði hann að fjölmiðlafólki áður en hann var leiddur burt af öryggisvörðum.  

Þegar hann hafði hörfað burt hélt hann áfram að hrópa og sagði að leiðtogar aðildarríkja SÞ hefðu átt að skrúfa fyrir notkun jarðefnaeldneytis í stað þess að „fasa niður“ notkunina eins og sáttmáli ráðstefnunnar kvað á um þegar upp var staðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka