Bandarískur blaðamaður látinn laus

Blaðamaðurinn Danny Fenster.
Blaðamaðurinn Danny Fenster. AFP

Bandaríski blaðamaðurinn Danny Fenster, sem var fyrir helgi dæmdur í ellefu ára fangelsi í Mjanmar, hefur verið látinn laus úr fangelsi.

„Frábærar fréttir. Var að frétta að Danny Fenster er frjáls,“ skrifaði Sonny Swe, útgefandi vef­miðils­ins Frontier My­an­mar, þar sem Fonster starfaði. Hann var einn fjölmargra blaðamanna sem hand­tekn­ir voru eft­ir vald­arán mjan­marska hers­ins í fe­brú­ar á þessu ári. 

Herdómstóll í Mjanmar dæmdi hann í ell­efu ára fang­elsi fyr­ir brot gegn inn­flytj­enda­lög­gjöf og fyr­ir að hvetja til óeirða, sem bein­ast áttu gegn her­stjórn lands­ins. 

Samkvæmt frétt AFP verður Fenster vísað úr landi fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert