Öllum 40 ára og eldri í Bretlandi verður nú boðinn þriðji skammtur af bóluefni gegn Covid-19. Ákvörðunin var tekin eftir ráðgjöf frá vísindamönnum ríkisstjórnar Bretlands.
BBC greinir frá.
Samkvæmt nýjum upplýsingum frá breska heilbrigðiseftirlitinu munu þrír skammtar af bóluefni gegn Covid-19 draga úr hættu á smiti um meira en 93 prósent.
Nefnd Breta sem sér um ráðgjöf vegna bólusetninga segir einnig að 16 og 17 ára gamlir einstaklingar, sem upphaflega var aðeins boðinn einn skammtur af bóluefni, ættu nú að fá annan skammt.
Hingað til hafa 12,6 milljónir Breta fengið örvunarskammt en þeir hafa verið gefnir 50 ára og eldri einstaklingum, heilbrigðisstarfsmönnum sem starfa í fremstu víglínu og fólki með heilsufarsvandamál.