Lögreglan í Kenýa segir að þrír hryðjuverkamenn hafi sloppið úr fangelsi í landinu, þar á meðal „hættulegur“ maður sem var að afplána 41 árs dóm vegna árásar sem varð 148 manns að bana.
Lögreglan hefur boðið um 70 milljónir króna í verðlaunafé fyrir þá sem geta veitt upplýsingar sem leiða til handtöku mannanna.
PRISON BREAK! A reward of Sh60 Million will be offered to anyone with information that may lead to the arrest of the following three terror suspects, who escaped from Kamiti Maximum Security Prison today at 1am. #FichuakwaDCI 0800722203 pic.twitter.com/L0PNsMl7bB
— DCI KENYA (@DCI_Kenya) November 15, 2021
Engin skýring var gefin á því hvernig þeim Mohamed Ali Abikar, Joseph Juma Odhiambo og Musharaf Abdalla Akhulunga tókst að sleppa úr fangelsinu, sem mun vera það rammgerðasta í landinu og hýsir verstu glæpamenn þjóðarinnar.
Abikar var árið 2019 fundinn sekur um að vera meðlimur hryðjuverkasamtakanna Al-Shabaab og fyrir að aðstoða samtökin við drápið á 148 manns við Garissa-háskólann í apríl 2015.