„Hættulegir“ hryðjuverkamenn sluppu úr fangelsi

Sérsveitin í Kenýa á æfingu á dögunum.
Sérsveitin í Kenýa á æfingu á dögunum. AFP

Lögreglan í Kenýa segir að þrír hryðjuverkamenn hafi sloppið úr fangelsi í landinu, þar á meðal „hættulegur“ maður sem var að afplána 41 árs dóm vegna árásar sem varð 148 manns að bana.

Lögreglan hefur boðið um 70 milljónir króna í verðlaunafé fyrir þá sem geta veitt upplýsingar sem leiða til handtöku mannanna.

Engin skýring var gefin á því hvernig þeim Mohamed Ali Abikar, Joseph Juma Odhiambo og Musharaf Abdalla Akhulunga tókst að sleppa úr fangelsinu, sem mun vera það rammgerðasta í landinu og hýsir verstu glæpamenn þjóðarinnar.

Abikar var árið 2019 fundinn sekur um að vera meðlimur hryðjuverkasamtakanna Al-Shabaab og fyrir að aðstoða samtökin við drápið á 148 manns við Garissa-háskólann í apríl 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert