Indland og Kína þurfi að svara fyrir sig

Alok Sharma var forseti COP-26 loftslagsráðstefnunnar sem lauk í gær …
Alok Sharma var forseti COP-26 loftslagsráðstefnunnar sem lauk í gær með undirritun loftslagssamnings. AFP

Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar COP-26, segir að Kína og Indland þurfi að skýra mál sitt fyrir þeim þjóðum sem séu sérlega illa útsettar fyrir loftslagsbreytingum.

Ríkin tvö lögðust gegn því að loftslagssamningurinn kvæði á um að kolanotkun yrði hætt og komu því í kring að orðalaginu yrði breytt á þann veg að kolanotkun yrði minnkuð.

Heldur markmiðinu innan seilingar

Sharma sagði í viðtali við BBC að loftslagssamningurinn væri samt sem áður sögulegur og héldi markmiðinu að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður innan seilingar. 

„Ég mun kalla eftir því að allir geri meira. En hvað varðar atburðarás gærdagsins þá munu Kína og Indland þurfa að skýra mál sitt fyrir þeim þjóðum sem eru verst útsettar fyrir loftslagsbreytingunum,“ sagði Alok í viðtali við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka