Níu ára drengur lést um helgina vegna áverka sem hann hlaut á tónleikum á Astroworld-tónleikahátíðinni í Houston á föstudag fyrir rúmri viku. Hann hafði verið í dái eftir að hafa troðist undir í öngþveiti við sviðið þar sem rapparinn Travis Scott stóð í miðjum flutningi.
Drengurinn, Ezra Blount, er yngsti af tíu sem hafa látist eftir að troðningur braust út á tónleikunum en ofsahræðsla braust út þegar mannfjöldinn þrýsti sér framar að sviðinu.
Auk þeirra sem létust þurftu á þriðja hundrað að leita sér læknisaðstoðar.
Faðir Blounts sagðist hafa farið með drenginn á tónleikana vegna þess að hann var mikill aðdáandi Scotts.
Lögregla rannsakar hvað fór úrskeiðis en alls hafa 90 manns lögsótt tónleikahaldarana.