Óttast fleiri hryðjuverk í Bretlandi

Bretar óttast frekari hryðjuverk.
Bretar óttast frekari hryðjuverk. AFP

Innanríkisráðherra Bretlands sagði í dag að ógn við hryðjuverkum í landinu hefði verið hækkuð úr talsverðri hættu í alvarlega hættu, sem er næsthæsta stigið, og þýðir að árás er mjög líkleg.

Þetta er gert eftir mannskæð sprengingu í Liverpool í gær.

„Hryðjuverkagreiningarmiðstöðin eykur nú ógnunarstig Bretlands við hryðjuverkum úr verulegu í alvarlegt,“ sagði innanríkisráðherrann í samtali við breska fjölmiðla og vísaði þar til deildar öryggisþjónustunnar sem ber ábyrgð á að meta hættuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert