Steve Bannon ákærður

Steve Bannon hefur nú verið ákæður fyrir vanvirðingu á þinginu.
Steve Bannon hefur nú verið ákæður fyrir vanvirðingu á þinginu. AFP

Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump forseta, gaf sig fram við al­rík­is­lög­reglu Banda­ríkj­anna, FBI, í dag en hann hefur verið ákærður fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing eftir að hafa neitað að bera vitni um árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar síðastliðinn.

Telja Bannon halda aftur upplýsingum

Á föstudaginn ákærði alríkisdómari Bannon fyrir að hafa neitað að bera vitni sem og að hafa neitað að afhenda gögn til þing­nefndar full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþing sem rannsakar nú árásina á Bandaríkjaþingið.

Nefndin telur að Bannon og aðrir aðstoðarmenn og ráðgjafar Trump gætu haft upplýsingar um tengsl Hvíta hússins við þá aðila sem réðust inn í þinghúsið.

„Enginn er hafinn yfir lögin

Ákæran var mikilvægur sigur fyrir nefndina en Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að nefndin fái vitnisburð og skjöl sem nauðsynleg eru fyrir rannsóknina.

„Ákæra Steve Bannons ætti að senda skýr skilaboð til allra þeirra sem telja sig geta hunsað nefndina eða hafa reynt að koma í veg fyrir rannsókn okkar: enginn er hafinn yfir lögin,“ sögðu formaður nefndarinnar Bennie Thompson og varaformaður Liz Cheney í yfirlýsingu.

Bannon á að mæta fyrir dóm í gegnum myndbandstreymi síðar í dag. Líklegt er að hann verði látinn laus gegn tryggingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert