Tveir fundust látnir við Kanaríeyjar

Frá Kanaríeyjum. Báturinn fannst um 180 kílómetra suður af Kanaríeyjum.
Frá Kanaríeyjum. Báturinn fannst um 180 kílómetra suður af Kanaríeyjum. AFP

Tveir menn fundust látnir um borð í báti farandfólks undan ströndum eyjarinnar Gran Canaria í dag. Fjórir aðrir voru í alvarlegu ástandi og voru þeir fluttir með þyrlu á sjúkrahús.

Um borð í bátnum voru 42 manns af norður-afrískum uppruna. Báturinn var staðsettur um 180 kílómetra suður af Kanaríeyjum.

Fleiri leita til Kanaríeyja 

Hörmungar sem þessar eru ekki sjaldgæfar þegar fólk leggur leið sína frá Norðvestur-Afríku til spænska eyjaklasans.

Átta manns létust á laugardaginn eftir að bátur þeirra, sem hafði verið á reki í meira en viku með 62 manns innanborðs, sökk við strendur Kanaríeyja.

Að sögn innanríkisráðuneytis Spánar hafa um 16.827 manns komið til Kanaríeyja í ár, á flótta frá Norðvestur-Afríku, og er það 44 prósenta fjölgun frá því í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert