Árásarmaðurinn nafngreindur

Tæknideild lögreglunnar að störfum á vettvangi þar sem karlmaður sprengdi …
Tæknideild lögreglunnar að störfum á vettvangi þar sem karlmaður sprengdi sig í loft upp í leigubíl í Liverpool. AFP

Fjórir karlmenn sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkaárás í ensku borg­inni Li­verpool á sunnudag hafa verið leystir úr haldi.

Árásarmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í leigubíl hét Emad Al Swealmeen en leigubílstjórinn slapp með minniháttar meiðsli.

Samkvæmt frétt BBC var Al Swealmeen 32 ára hælisleitandi frá Mið-Austurlöndum. Hann snerist til kristinnar trúar fyrir fjórum árum og er sagður hafa glímt við geðræn vandamál.

Lögreglan kveðst hafa fundið mikilvæg sönnunargögn á heimili Al Swealmeens í suðurhluta Liverpoolborgar.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert