Að minnsta kosti sex eru látnir og þó nokkrir til viðbótar slasaðir eftir tvær sjálfsvígsárásir í Kampala, höfuðborg Úganda.
Önnur sprengingin varð skammt frá þinghúsinu í landinu en hin skammt frá höfuðstöðvum lögreglunnar, að sögn BBC.
Ekki er vitað hverjir voru að verki en yfirvöld í Úganda hafa áður kennt herskáum íslamistum um mannskæðar sprengingar í landinu.