Dýrkeyptir Colosseum-bjórar

Colosseum í Róm.
Colosseum í Róm. AFP

Bandarískir ferðamenn sem brutust inn í hringleikahúsið fræga Colosseum í Róm til að fá sér bjór og njóta útsýnisins fengu þunga sekt fyrir uppátækið.

Ferðamennirnir, sem eru 24 og 25 ára, höfðu klifrað upp að öðrum hring hringleikahússins við dögun á mánudaginn. Vegfarandi í ítölsku höfuðborginni kom auga á þá og lét lögregluna vita.

Þeir viðurkenndu að hafa brotist inn til að drekka þar bjór og fengu þeir um 120 þúsund króna sekt, að sögn talsmanns lögreglunnar, sem gaf ekki frekari upplýsingar.

Ekki er ljóst hvernig ferðamennirnir komust inn í 2.000 ára hringleikahúsið, sem um 25 þúsund manns sóttu daglega áður en faraldurinn reið yfir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert