Gæti haldið áfram næstu árin

00:00
00:00

Pólsk yf­ir­völd hafa varað við því að ástandið á landa­mær­un­um að Hvíta-Rússlandi gæti haldið áfram næstu mánuði og jafn­vel ár. Í gær beittu pólsk­ar her­sveit­ir tára­gasi og háþrýsti­dæl­um til að koma í veg fyr­ir að flótta­menn köstuðu grjóti í átt þeim.

Pólski varn­ar­málaráðherr­ann Mariusz Blaszczak sagði að fólk hafi áfram reynt að kom­ast yfir landa­mær­in í nótt.

Þúsund­ir flótta­manna, mest­megn­is frá Mið-Aust­ur­lönd­um, eru staðsett­ir á landa­mær­un­um. Vest­ur­lönd segja Hvít-Rússa hafa skapað ástandið til að mót­mæla refsiaðgerðum sem þeir hafa verið beitt­ir.

Flóttamenn við varðeld sem þeir kveiktu á landamærunum í gær.
Flótta­menn við varðeld sem þeir kveiktu á landa­mær­un­um í gær. AFP

Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, og Vla­dimir Pútín, for­seti Rúss­lands, hafa vísað þess­um ásök­un­um og bug. Þeir gagn­rýna Evr­ópu­sam­bandið fyr­ir að taka ekki við flótta­mönn­un­um.

„Við verðum að búa okk­ur und­ir það að ástandið á landa­mær­um Pól­lands og Hvíta-Rúss­lands muni ekki leys­ast fljótt. Við verðum að gera ráð fyr­ir mánuðum eða jafn­vel árum,“ sagði Blaszczak við pólsku út­varps­stöðina Radio Je­dynka.

Að sögn landa­mæra­varða reyndi 161 að fara ólög­lega yfir landa­mær­in í gær. Pólska lög­regl­an seg­ir að níu lög­reglu­menn hafi meiðst í átök­um í gær, ásamt landa­mæra­verði og her­manni.

Maður reynir að skemma girðingu við landamærin í gær.
Maður reyn­ir að skemma girðingu við landa­mær­in í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert